Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Breytingar á knattspyrnulögunum - Taka gildi fyrst á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Athyglisverðar breytingar voru gerðar á knattspyrnulögunum á 133. ársfundi IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) 2. mars síðastaliðinn.

Breytingarnar taka gildi við upphaf Mjólkurbikarkeppni KSÍ sem hefst þann 10. apríl.

Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert. Stjórn KSÍ hefur hinsvegar líkt og undanfarin ár óskað eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum og nú er það orðið ljóst að svo verður.

Helstu breytingarnar á knattspyrnulögunum eru eftirfarandi.

o Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna.
o Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans.
o Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018).
o Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Mótherjarnir þurfa að halda sig
utan vítateigsins allt þar til boltinn er kominn í leik.
o Ef leikur er stöðvaður innan vítateigs er boltinn látinn falla hjá markverðinum.
o Ef leikur er stöðvaður utan vítateigs er boltinn látinn falla hjá leikmanni liðsins sem síðast snerti boltann þar sem sú snerting átti sér stað. Aðrir leikmenn (beggja liða) haldi sig a.m.k. 4m frá staðnum þar sem boltinn er látinn falla.
o Þegar stillt er upp "vegg" 3ja eða fleiri varnarmanna verða sóknarmennirnir að halda sig a.m.k. 1m frá veggnum. Dæma skal óbeina aukaspyrnu á sóknarmann sem er nær veggnum en 1m þegar aukaspyrnan er tekin.
o Þegar lið tekur aukaspyrnur innan eigin vítateigs telst boltinn kominn í leik um leið og honum hefur verið spyrnt. Boltinn þarf sem sagt ekki að hafa farið út fyrir vítateiginn til þess að leika megi honum að nýju.
o Sýna ber leikmanni gult spjald fyrir "ólögleg" fagnaðarlæti (t.d. fer úr skyrtunni) jafnvel þó markið sé dæmt af.
o Liðið sem vinnur hlutkestið getur nú valið um hvort það taki upphafsspyrnuna eða á hvort markið það vilji sækja (áður gat það einungis valið um á hvort markið skyldi sækja).
o Marglitar/mynstraðar undirskyrtur eru heimilar ef þær eru sambærilegar við sjálfa keppnispeysuna.

Auk þess voru gerðar breytingar á því hvenær hendi er talið vera brot og hvenær ekki.

Að handleika boltann viljandi telst áfram vera leikbrot. Eftirfarandi dæmi um hendi jafnvel þó óviljandi séu, leiða til aukaspyrnu:
o Boltinn fer í markið eftir að hafa snert hönd/handlegg sóknarmanns.
o Leikmaður nær valdi á boltanum eftir að hafa snert hann með hönd/handlegg og skorar í framhaldinu, eða skapar með því marktækifæri.
o Boltinn snertir hönd/handlegg leikmanns sem hefur þannig gert líkama hans óeðlilega stærri.
o Boltinn snertir hönd/handlegg leikmanns í yfir axlarhæð (nema leikmaðurinn hafi leikið boltanum viljandi sem síðan snertir hönd/handlegg hans).

Eftirfarandi dæmi leiða sjaldnast til aukaspyrnu, nema þau tilheyri
einhverjum ofangreindra tilvika:

o Boltinn snertir hönd/handlegg leikmannsins beint af hans eigin
höfði/líkama/fæti, eða höfði/líkama/fæti annars nálægs leikmanns.
boltinn snertir hönd/handlegg leikmanns sem er með hana þétt við líkama sinn þannig að líkaminn verði ekki við það óeðlilega stærri.
ef leikmaður fellur og boltinn snertir hönd/handlegg hans þegar hún er á milli líkamans og jarðarinnar til stuðnings (en ekki er teygt úr handleggnum til að gera líkamann stærri).
o Ef markvörðurinn reynir að "hreinsa frá" (koma boltanum í leik) eftir innkast eða viljandi sendingu frá samherja, en mistekst við "hreinsun" sína, er honum heimilt að handleika boltann í kjölfarið.

Hægt er að sjá breytingarnar í meðfylgjandi skjali.
Athugasemdir
banner
banner
banner