Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn um slæmt gengi HK: Hef engar áhyggjur
Brynjar Björn þjálfari HK.
Brynjar Björn þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Björn Berg Bryde er einn af þeim leikmönnum sem HK hefur fengið í vetur.
Björn Berg Bryde er einn af þeim leikmönnum sem HK hefur fengið í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar HK í Pepsi Max-deildinni riðu ekki feitum hesti í Lengjubikarnum að þessu sinni. Eitt stig í fimm leikjum og það gegn nýliðum Aftureldingar í Inkasso-deildinni var uppskeran.

Liðið fékk 11 mörk á sig í síðustu tveimur leikjum liðsins gegn KA og Inkasso-liði Fram en 6-3 sigur Fram gegn HK um helgina var einu stig Fram í Lengjubikarnum.

„Það eru engar viðvörunarbjöllur byrjaðar að hringja. Við erum í undirbúningstímabili og þetta eru undirbúningsleikir. Í tapinu gegn KA fyrir norðan fyrir viku síðan vorum við með einhverja 3-4 leikmenn meidda og með 16 ára strák í miðverðinum með Birni Berg og tvo aðra stráka sem eru nýgengnir uppúr 2.flokknum í bakverðinum. Við horfum ekki á það sem einhvera afsökun en það munar um það fyrir okkur þegar það detta út 3-4 leikmenn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í samtali við Fótbolta.net.

Töluvert hefur verið um meiðsli hjá HK en Emil Atlason, Bjarni Gunnarsson, Birkir Valur Jónsson og Atli Arnarson hafa allir verið að glíma við meiðsli. Brynjar Björn viðurkennir að það hafi áhrif þegar það vantar svona marga leikmenn.

„Ég hef engar áhyggjur. Það eru sex vikur í mót og það er tími fyrir þessa stráka til að koma til baka og púsla saman liðinu. Stigasöfnunin sýnir að við höfum ekkert verið rosalega öflugir en við höfum spilað ágætis leiki inn á milli fyrir utan kannski síðustu tvo leiki sem hafa ekki verið nægilega góðir. Það er ekkert stress eða panik hjá okkur."

HK hefur fengið til sín fimm leikmenn í vetur. Brynjar Björn býst ekkert við því að HK bæti við sig leikmönnum áður en átökin í Pepsi Max deildinni hefjist.

„Við erum í þeirri stöðu að við lítum í kringum okkur og ef eitthvað kemur upp þá skoðum við það innan félagsins. Ef það hentar okkur þá er aldrei að vita hvort við fáum 1-2 leikmenn eins og ég held að staðan sé hjá öllum liðum í deildinni. Ef það koma leikmenn sem henta liðunum þá skoða liðin það," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í samtali við Fótbolta.net.

Komnir:
Arnþór Ari Atlason frá Breiðabliki
Atli Arnarson frá ÍBV
Ásgeir Börkur Ásgeirsson frá Fylki
Emil Atlason frá Þrótti R.
Björn Berg Bryde frá Stjörnunni á láni

Farnir:
Aron Elí Sævarsson í Val (Var á láni)
Sigurpáll Melberg Pálsson í Fjölni (Var á láni)
Zeiko Lewis (Var á láni)
Eiður Gauti Sæbjörnsson
Hákon Þór Sófusson
Ingiberg Ólafur Jónsson
Athugasemdir
banner
banner