Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Giggs svarar: Augljóst að Zlatan þekkir félagið betur en við
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs er búinn að svara gagnrýni frá Zlatan Ibrahimovic sem sagði 92 árgangi Manchester United til syndanna fyrir að vera alltaf að kvarta undan gengi Rauðu djöflanna og bera það saman við tíma Sir Alex Ferguson hjá félaginu.

Giggs gefur lítið fyrir orð Zlatan og segir það vera eðlilegt að fyrrverandi leikmenn tjái skoðanir sínar um félagið.

„Það er bara Nicky Butt sem starfar ennþá fyrir félagið, við hinir spiluðum yfir 2000 leiki fyrir félagið og það er eðlilegt að við séum með skoðun," sagði Giggs sem er landsliðsþjálfari Wales og á 963 leiki að baki fyrir Manchester United.

„Stundum er skoðunin jákvæð, stundum er hún neikvæð, en hún hefur ekki áhrif á úrslitin. Við erum stuðningsmenn. Þetta er það sem fótbolti snýst um, að hafa mismunandi skoðanir. En mér finnst augljóst að hann (Zlatan) þekki félagið betur en við."

Ef kafað er í fortíðina kemur í ljós að 92 árgangurinn lék samanlagt 3450 leiki fyrir Man Utd á meðan Zlatan spilaði 53 leiki á tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner