Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 14:17
Arnar Daði Arnarsson
Höfuðstöðvar KSÍ orðnar að grunnskólastofu
Glæsilegt útsýni úr grunnskólastofunum.
Glæsilegt útsýni úr grunnskólastofunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höfuðstöðvar KSÍ verða næstu vikur og mánuði grunnskólastofur fyrir Fossvogsskóla.

Búið er að breyta 3. hæðinni á Laugardalsvellinum í grunnskólastofur og eru um 200 krakkar úr Fossvogsskóla byrjaðir að stunda grunnskólanám sitt þar með frábært útsýni yfir Laugardalsvöllinn, eins og segir í tilkynningu frá KSÍ.

Fyrr í mars mánuði var tilkynnt að um raka og myglu hafi fundist í byggingu Fossvogsskóla og loka þurfti hluta skólans á meðan úrbætur eru gerðar.

Ein af lausnum skólans er að nýta sér 3. hæðina á Laugardalsvellinum undir kennslustofur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner