Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rashford: Aguero er besti alhliða framherji deildarinnar
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, var í gær spurður út í fyrirmyndir sínar og bestu framherja deildarinnar.

„Ég held að Giggsy, Nicky Butt, Scholesy og Gary Neville hafi verið mínar helstu fyrirmyndir. Þeir komu upp á svipuðum tíma og munu alltaf vera hetjur í mínum huga sem og annarra sem koma upp í gegnum unglingastarf United," sagði Rashford.

„Svo voru það leikmenn eins og Rooney, Ronaldo og van Nistelrooy."

„Af leikmönnum sem eru að spila er Aguero líklega besti alhliða framherji deildarinnar. Jafnvel þó hann eigi slæman dag getur hann skorað þrjú eða fjögur mörk fyrir þig. Það fyrir mig er hæfileiki sem ég myndi vilja hafa í mínu vopnabúri."

„Það er hæfiliki út af fyrir sig að geta skorað þegar þú átt ekki þinn besta dag. Harry Kane, staðsetningar hans og hreyfingar og Aubameyang líka eru einnig frábærir framherjar".


Sergio Aguero er markahæstur í deildinni með átján mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner