Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real Madrid að undirbúa tilboð í Sadio Mane
Mynd: Getty Images
Real Madrid ætlar að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Zinedine Zidane er nýtekinn við stjórnartaumunum hjá félaginu að nýju, eftir að hann hætti eftir síðustu leiktíð.

Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er talið vera eitt helsta skotmark Madridinga. Mane var orðaður við Real í fyrra en viðræður félaganna hættu í kjölfarið á því að Zidane hætti með Real.

France Football segir frá því að Real sé aftur komið með Mane í sigtið hjá sér.

Zidane á að fá allt að 300 milljónir punda til þess að eyða í leikmenn. Stór prósenta af þeirri upphæð færi í að kaupa Mane en félagið er einnig sagt hafa áhuga Christian Eriksen, Kylian Mbappe, Neymar og Eden Hazard svo einhverjir séu nefndir.

Sadio Mane sagði í viðtali eftir að hann framlengdi við Liverpool síðasta sumar að honum liði vel hjá Liverpool og væri ekki að hugsa sér til hreyfings. Hann tók undir þau orð í janúar.
Athugasemdir
banner