Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real og Juve berjast um Christian Eriksen
Powerade
Eriksen er eftirsóttur af stærstu liðum heims.
Eriksen er eftirsóttur af stærstu liðum heims.
Mynd: Getty Images
Gelson Martins gæti bæst við leikmannahóp Arsenal í sumar.
Gelson Martins gæti bæst við leikmannahóp Arsenal í sumar.
Mynd: Getty Images
Rondon er búinn að vera öflugur með Newcastle.
Rondon er búinn að vera öflugur með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Í dag er annar í landsleikjahléi en Powerade slúðrið er alltaf á sínum stað, tekið saman af BBC. Hér fyrir neðan má lesa það helsta.


Juventus ætlar að berjast við Real Madrid um danska miðjumanninn Christian Eriksen, 27. (Calciomercato)

Chelsea hafnaði tilboði frá Real Madrid í Eden Hazard, 28, á dögunum. (Daily Record)

Milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe er að kaupa hjólateymið Team Sky og hefur einnig áhuga á því að fjárfesta í Chelsea. Hann telur kaupverðið (2,5 milljarðar punda) sem Roman Abramovich setur á félagið þó vera of hátt. (Times)

Raphael Varane, 25 ára miðvörður Real Madrid, er að íhuga framtíð sína hjá spænska stórveldinu þrátt fyrir endurkomu Zidane. (L'Equipe)

Zinedine Zidane vill kaupa Sadio Mane, 26, til Real Madrid í sumar. (France Football)

Kostas Manolas, 27 ára miðvörður Roma, mun aðeins kosta 30 milljónir punda í sumar. Manchester United er talinn líklegasti áfangastaður Grikkjans öfluga. (Calciomercato)

David Beckham dreymir um að fá Lionel Messi, 31, eða Cristiano Ronaldo, 34, til MLS félagsins Inter Miami. (Fox Sports)

Rafael Benitez hefur fengið nýtt samningstilboð frá Newcastle. Samningur Rafa rennur út í sumar og er hann nokkuð eftirsóttur um þessar mundir. (Chronicle)

Alexis Sanchez, 30, gæti skipt yfir til Juventus í sumar. Framherjinn þyrfti að taka á sig launalækkun en hann fær 500 þúsund pund í vikulaun hjá Rauðu djöflunum. (Calciomercato)

United ætlar að lána brasilíska miðjumanninn Andreas Pereira, 23, út á næsta tímabili svo hann öðlist aukna reynslu. (Sun)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Gelson Martins, 23 ára kantmann Atletico Madrid sem er á láni hjá Mónakó út tímabilið. (A Bola)

Arsenal ætlar ekki að ganga frá kaupunum á Denis Suarez, 25, sem kom á láni frá Barcelona í janúar en hefur ekki tekist að hrífa Unai Emery. (Sun)

Arsenal er enn í leit að nýjum yfirmanni knattspyrnumála eftir að Monchi og Marc Overmars runnu úr greipum félagsins. Steve Morrow, yfirnjósnari unglingaliðsins og fyrrverandi varnarmaður Arsenal, er talinn líklegasti arftaki Sven Mislintat. (Times)

Arsenal er að vinna kapphlaupið um Gabriel Martinelli, 17 ára sóknarmann Ituano. 25 félög eru á eftir honum. (Globo Esporte)

Marcus Rashford, 21, er ánægður með innkomu Ole Gunnar Solskjær til Man Utd. Hann segir að Meistaradeildarbarátta hafi verið óraunhæfur draumur undir stjórn Jose Mourinho. (Telegraph)

Þýska knattspyrnusambandið er að skoða æfingaaðstöðu og þjálfun unglinga á Englandi til að sjá hvað er hægt að bæta í heimalandinu. (Mirror)

Liverpool, Newcastle og Rennes hafa öll áhuga á Bilal Brahimi, 18 ára kantmanni Middlesbrough. (Teamtalk)

Bournemouth vill fá Mason Mount, 20 ára miðjumann Chelsea, á láni á næsta tímabili. (Sun)

West Brom ætlar að bíða með að ráða nýjan stjóra þar sem bráðabirgðastjórinn James Shan hefur byrjað gríðarlega vel eftir brottrekstur Darren Moore. (Daily Mail)

Aston Villa hefur áhuga á Yoann Barbet, 25 ára varnarmanni Brentford. (Birmingham Mail)

Ipswich Town vill kaupa James Norwood, 28 ára sóknarmann Tranmere. Norwood er kominn með 27 mörk á tímabilinu. (East Anglian Daily Times)

Nemanja Vidic segir að Man Utd ætti að einbeita sér að því að kaupa sterkan miðjumann í sumar. (Express)

Tony Cascarino, fyrrverandi sóknarmaður Chelsea, telur Salomon Rondon vera bestu félagaskipti tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle fékk Rondon lánaðan frá West Brom. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner