Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 09:50
Ívan Guðjón Baldursson
Strakosha festist í umferð og missti landsliðssætið
Mynd: Getty Images
Albanía mætir Tyrklandi í fyrstu umferð undankeppni EM 2020 á föstudaginn og áttu leikmenn landsliðsins að hittast í Albaníu á sunnudagskvöldið.

Það vantaði þó einn leikmann þegar landsliðið kom aftur saman, Thomas Strakosha 24 ára markvörð Lazio.

Strakosha, sem á afmæli í dag, varði mark ítalska félagsins í 4-1 sigri gegn Parma á sunnudaginn. Eftir leikinn lagði hann beint af stað á flugvöllinn í Róm en komst ekki leiðar sinnar í tæka tíð vegna þeirrar gífurlegu umferðar sem hafði skapast.

Þegar Christian Panucci, landlsiðsþjálfari Albana, tók eftir að Strakosha var ekki með hópnum ákvað hann að kalla frekar upp Gentian Selmani, markvörð Laci.

Þetta er því nokkuð slæmur afmælisdagur fyrir Strakosha sem missti landsliðssæti sitt vegna umferðarteppu.

Panucci ætti að vita eitthvað um umferðina í Róm eftir að hafa leikið fyrir Roma í átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner