Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 10:59
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Vildi gefa Babel sjálfstraust fyrir landsleikina
Mynd: Getty Images
Liverpool heimsótti Fulham um helgina og komst yfir með marki frá Sadio Mane í fyrri hálfleik.

Ryan Babel jafnaði fyrir Fulham í síðari hálfleik eftir slæm varnarmistök hjá Virgil van Dijk, sem hefur spilað nánast óaðfinnanlega allt tímabilið.

James Milner gaf þá slæma háa sendingu til baka og ætlaði Van Dijk að leysa stöðuna með að skalla aftur til Alisson í markinu. Babel las þá hugsun, hljóp fyrir sendinguna og skoraði jöfnunarmarkið.

Van Dijk og Babel eru nú samherjar með hollenska landsliðinu sem fær Hvíta-Rússland í heimsókn á fimmtudaginn og var varnarjaxlinn mikli spurður út í markið í gær.

„Ég hugsaði með mér að það væri sniðugt að gefa Ryan smá sjálfstraust fyrir leikina gegn Hvítrússum og Þjóðverjum," sagði Van Dijk og hló.

James Milner skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu skömmu eftir jöfnunarmark Babel og endurheimtu Van Dijk og félagar þannig toppsæti úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá hollenska landsliðshópinn sem mætir til leiks í landsleikjahlénu.

Markmenn: Marco Bizot (AZ), Jasper Cillessen (Barcelona), Jeroen Zoet (PSV).

Varnarmenn: Patrick van Aanholt (Crystal Palace), Nathan Aké (AFC Bournemouth), Daley Blind (Ajax), Virgil van Dijk (Liverpool), Denzel Dumfries (PSV), Matthijs de Ligt (Ajax), Kenny Tete (Olympique Lyon), Stefan de Vrij (Internazionale).

Miðjumenn: Donny van de Beek (Ajax), Frenkie de Jong (Ajax), Davy Pröpper (Brighton & Hove Albion), Marten de Roon (Atalanta Bergamo), Pablo Rosario (PSV), Kevin Strootman (Olympique Marseille), Tonny Vilhena (Feyenoord), Georginio Wijnaldum (Liverpool).

Sóknarmenn: Ryan Babel (Fulham), Steven Berghuis (Feyenoord), Steven Bergwijn (PSV), Memphis Depay (Olympique Lyon), Luuk de Jong (PSV), Quincy Promes (Sevilla)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner