Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. mars 2019 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn kallaður upp í landsliðshópinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður upp í íslenska landsliðshópinn sem mætir Andorra og Frakklandi í undankeppni fyrir EM 2020.

Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ er þó enginn dottinn úr upphaflega hópnum.

Saga Viðars með íslenska landsliðinu er ekki sú besta og var sóknarmaðurinn hvorki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM 2016 né hópinn sem hélt á HM 2018.

Hann hætti að gefa kost á sér með landsliðinu síðasta haust og gaf frá sér nokkuð sérstaka yfirlýsingu þar sem hann sagði að nú væri kominn „tími fyrir næstu kynslóð".

Nú hefur honum þó snúist hugur og svaraði hann kalli Erik Hamrén játandi. Þessar fregnir berast aðeins degi eftir að Viðar gekk til liðs við Hammarby á lánssamningi frá Rostov.

Það verður áhugavert að fylgjast með framtíð Viðars í landsliðinu en hann er 29 ára gamall og þekktur fyrir að vera mikill markaskorari.

„Á þeim tíma sem ég hætti í landsliðinu þá gekk mér erfiðlega í Rússlandi og æfði lítið. Það hjálpaði mér því ekki að vera fara í landsliðsverkefni og missa af æfingum með Rostov. Á þeim tímapunkti hugsaði ég um hagsmuni mína og vildi koma mér í betra stand og reyna koma mér í liðið hér í Rússlandi," sagði Viðar í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.




Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner