banner
   fös 19. mars 2021 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
England: Mikilvægur sigur Arsenal gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 0 Man Utd
1-0 Millie Turner ('3, sjálfsmark)
2-0 Carlotte Wubben-Moy ('51)
Rautt spjald: Bethany Mead, Arsenal ('62)

Arsenal vann gífurlega mikilvægan sigur á Manchester United í efstu deild kvenna í enska boltanum.

Arsenal komst yfir snemma leiks þegar Millie Turner setti knöttinn í eigið net og hélt forystunni til leikhlés.

Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Carlotte Wubben-Moy forystuna en tíu mínútum síðar var Bethany Mead rekin af velli og tíu leikmenn Arsenal eftir á vellinum.

Arsenal stóð sig vel leikmanni færri og hélt 2-0 forystu fram að lokaflautinu.

Man Utd er í þriðja sæti og Arsenal í því fjórða. Það muna þrjú stig á liðunum eftir sigurinn og á Arsenal leik til góða. Aðeins þrjú lið komast í Evrópukeppnir og þriðja sætið því gífurlega mikilvægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner