Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. mars 2021 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Man Utd og Arsenal gætu mæst í úrslitum
Pogba skoraði sigurmark Man Utd í gær.
Pogba skoraði sigurmark Man Utd í gær.
Mynd: Getty Images
Það var rétt í þessu verið að draga í átta-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Einnig var dregið í undanúrslitin á sama tíma.

Manchester United mun mæta Granada frá Spáni. Man Utd sló út AC Milan í 16-liða úrslitunum á meðan Granada hafði betur gegn Molde frá Noregi þrátt fyrir tap í gær.

Arsenal mætir Slavia Prag frá Tékklandi, Ajax og Roma eigast við og Dinamo Zagreb, sem vann magnaðan sigur á Tottenham í gær, spilar við Villarreal.

Arsenal og Manchester United gætu mögulega mæst í úrslitaleiknum í Póllandi. Það verður leikið í átta-liða úrslitunum 8. og 15. apríl næstkomandi.

8-liða úrslitin
Granada - Manchester United
Arsenal - Slavia Prag
Ajax - AS Roma
Dinamo Zagreb - Villarreal

Undanúrslitin
Granada/Man Utd - Ajax/Roma
Dinamo/Villarreal - Arsenal/Slavia Prag
Athugasemdir
banner
banner