Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. mars 2021 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Scamacca kom inn af bekknum og sökkti Parma
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Parma 1 - 2 Genoa
1-0 Graziano Pellé ('16)
1-1 G Scamacca ('50)
1-2 G Scamacca ('69)

Parma var nálægt því að rétta úr kútnum þegar liðið tók á móti Genoa í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Fallbaráttulið Parma kom á óvart og lagði Roma að velli í síðustu umferð. Í kvöld þurfti liðið annan sigur til að jafna næstu lið fyrir ofan að stigum, en svo fór ekki.

Heimamenn voru betri nánast allan leikinn og kom Graziano Pellé þeim yfir snemma leiks. Parma hélt forystunni þar til í síðari hálfleik, þegar Gianluca Scamacca var skipt inn.

Scamacca gerði jöfnunarmark fimm mínútum eftir innkomuna og náði svo að gera sigurmark gegn gangi leiksins á 69. mínútu.

Parma fékk góð færi til að breyta stöðunni en Mattia Perin var frábær í búrinnu og inn vildi boltinn ekki. Lokatölur 1-2 fyrir Genoa.

Parma er því fjórum stigum frá öruggu sæti á meðan Genoa siglir lygnan sjó um miðja deild.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner