Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. mars 2021 06:00
Victor Pálsson
Lewandowski getur ekki nefnt þann besta
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski segir að þaðsé ekki hægt að nefna besta leikmann allra tíma en hann á sjálfur mögulega heima ofarlega á þeim lista.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru leikmenn sem eru oft nefndir til sögunnar en þeir hafa verið á toppi fótboltanns í fjölmörg ár.

Fyrir það má nefna nöfn Diego Maradona og Brasilíumannsins Pele en afar erfitt er að dæma um hver sé bestur frá upphafi.

Lewandowski segir að það sé einfaldlega ekki hægt en hann nefnir þó einnig nokkur nöfn á nafn í þessu viðtali við Lothar Matthaus, fyrrum landsliðsmann Þýskalands, hjá Bild.

„Það er enginn einn leikmaður sem hægt er að nefna," sagði Lewandowski í samtali við Bild.

„Síðustu 10 til 15 árin þá er hægt að nefna Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Ronaldinho. Fyrir það þá var það brasilíski framherjinn Ronaldo."

„Það eru alltaf framúrskarandi leikmenn sem gera leikinn skemmtilegri. Stóstjörnur geta látið eins og ekkert sé erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner