Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. mars 2021 14:21
Elvar Geir Magnússon
Man Utd með dýrustu treyjuauglýsingu sögunnar
Chevrolet kveður treyjur Manchester United.
Chevrolet kveður treyjur Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að gera nýjan samning um auglýsingu framan á keppnisbúningi félagsins.

Um er að ræða stærsta samning þessa tegundar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en verðmæti hans er 235 milljónir punda.

Samningurinn er við þýska tæknifyrirtækið TeamViewer og er til fimm ára. Fyrirtækið kemur í staðinn fyrir Chevrolet á treyjur United frá og með næsta tímabili.

Þá er United í viðræðum um nýjan styrktaraðila fyrir Carrington æfingasvæðið og æfingatreyjur félagsins. Núgildandi samningur við AON er að renna út.
Athugasemdir
banner
banner