Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. mars 2021 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sagði oft við mömmu að ég gæti ekki farið að keppa"
Jökull hefur staðið sig vel með Exeter. Hann hefur talað opinskátt við baráttu sína við kvíða
Jökull hefur staðið sig vel með Exeter. Hann hefur talað opinskátt við baráttu sína við kvíða
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn efnilegi Jökull Andrésson opnaði sig nýverið um kvíða sem hann hefur glímt við á lífsleiðinni.

Hinn 19 ára gamli Jökull kom með góð skilaboð í tilefni af 'Time to Talk' dagsins á Englandi en hann er haldinn til að hvetja fólk til að opna sig um andleg vandamál.

Jökull var í viðtali við Fótbolta.net þar sem hann var meðal annars spurður út í það hvernig áhrif kvíði hefur haft á hann.

„Kvíðinn hefur haft rosaleg áhrif á mig. Þegar ég var í 5. og 6. flokki sagði ég oft við mömmu að ég gæti ekki farið að keppa. Ég var með svo slæman kvíða á tímabili," segir Jökull.

„Hann kom líka mikið fyrsta árið í Reading. Ég kom hérna og var í breskum strákaskóla. Ég var alltaf í skólabúning og þetta var rosalega erfitt ár."

„Ástæðan fyrir því að ég var opna mig var sú að þegar ég var upp á mínu versta þá var ég duglegur að tala við sálfræðing. Ég talaði við sálfræðing í heilt ár einu sinni í viku. Sálfræðingurinn, hún hjálpaði mér svo rosalega mikið. Ekki að komast yfir kvíðann heldur hvernig ég á að takast við kvíðann á hverjum einasta degi. Ef það væri ekki fyrir hana þá væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag. Ég ráðlegg fólki að opna sig og tala um þetta, kvíðinn getur haldið manni svo niðri."
Athugasemdir
banner
banner
banner