Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. mars 2021 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu stórkostlegt mark Nabil Fekir gegn Levante
Mynd: Getty Images
Franski sóknartengiliðurinn Nabil Fekir var næstum genginn í raðir Liverpool á sínum tíma en enska félagið hætti við eftir að franski landsliðsmaðurinn hafði farið í læknisskoðun.

Fekir endaði þess í stað hjá Real Betis á Spáni þar sem hann hefur verið lykilmaður í næstum tvö ár.

Fekir er 27 ára gamall og var að skora sitt þriðja mark í 25 deildarleikjum á tímabilinu, en á síðustu leiktíð skoraði hann sjö sinnum.

Þriðja mark tímabilsins skoraði Fekir í kvöld er Betis lagði Levante að velli 2-0. Markið er stórkostlegt þar sem Fekir þýtur framhjá fjórum andstæðingum áður en hann setur knöttinn í netið.

Fekir hefur aldrei verið sérlega mikill markaskorari en hann er gríðarlega sköpunarglaður og teknískur leikmaður. Hann á 25 A-landsleiki að baki fyrir Frakkland.

Sjáðu markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner