Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. mars 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Þýski hópurinn gegn Íslandi: Muller og Hummels ekki valdir
Icelandair
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Ísland hefur undankeppnina fyrir HM 2022 á fimmtudaginn þegar leikið verður gegn Þýskalandi í Duisburg.

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur tilkynnt hóp sinn fyrir komandi landsleikjaglugga.

Í gærkvöldi var tilkynnt að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni gætu spilað í leiknum Duisburg.

Kai Havertz, Timo Werner og Antonio Rüdiger; leikmenn Chelsea, eru allir í hópnum. Þar má einnig finna Ilkay Gündogan hjá Manchester City og Bernd Leno markvörð Arsenal.

Amin Younes, leikmaður Frankfurt, er valinn í fyrsta sinn í landsliðið síðan í október 2017.

Thomas Müller, Mats Hummels og Jerome Boateng eru ekki valdir. Þeir voru í þýska liðinu sem vann HM 2014 en hafa ekki verið valdir undanfarin tvö ár. Löw hefur sagt að þeir komi þó til greina fyrir EM í sumar.

Táningarnir Jamal Musiala úr Bayern München og Florian Wirtz úr Bayer Leverkusen eru hinsvegar í hópnum en það hafði verið opinberað fyrr í vikunni.



Athugasemdir
banner
banner
banner