Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. mars 2021 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viss um að Cecilía muni spila fyrir eitt af stærstu félögum Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro staðfesti í dag að Cecilía Rán Rúnarsdóttir væri orðin leikmaður félagsins.

Cecilía er markvörður sem leikið hefur með Fylki undanfarin tvö sumur en er uppalin í Aftureldingu. Hún á að baki einn A-landsleik og fjölda unglingalandsleikja.

Hún getur leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið á sunnudag en til að lesa viðtal við hana um félagaskiptin er hægt að smella hérna.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net skrifa undir samning hjá enska félaginu Everton þegar hún verður átján ára. Félagaskiptin til Englands eru ekki opinberlega gengin í gegn þar sem Cecilía er ekki orðin átján ára. Enska félagið krækir í Cecilíu og „lánar" til Örebro út leiktíðina.

Það er mikil ánægja með það hjá Örebro að fá þennan efnilega landsliðsmarkvörð til félagsins. Á því liggur enginn vafi.

„Við munum gera það sem við getum fyrir hana til að hjálpa henni að vaxa og taka næstu skref. Ég er viss um að hún muni spila fyrir eitt af stærstu félögum Evrópu í framtíðinni," sagði Jonas Nilsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Örebro.

„Hún getur náð ótrúlega langt en á sama tíma hefur hún sýnt að hún er tilbúin að spila á stærsta sviðinu. Það er ekki algengt á hennar aldri," sagði Rickard Johansson, þjálfari Örebro í tilkynningu frá félaginu sem má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner