Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. apríl 2019 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Barton var á hliðarlínunni í dag
Mynd: Getty Images
Joey Barton var á varamannabekk Fleetwood Town í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Peterborough í ensku C-deildinni. Fyrir viku síðan var hann í haldi lögreglu eftir meinta líkamsárás gegn Daniel Stendel, stjóra Barnsley.

Barnsley lagði Fleetwood að velli 4-2 og heldur Stendel því fram að Barton hafi ráðist á sig að leikslokum. Barton er sagður hafa ýtt honum harkalega upp að járnröri. Stendel þurfti að fara til tannlæknis í flýti því tvær tennur sködduðust í átökunum.

Barton harðneitar því að hafa ráðist að Stendel en lögregla var kölluð á svæðið. Enskir fjölmiðlar segja að Barnsley hafi lokað svæðinu til að Barton kæmist ekki undan. Rannsókn málsins er enn í gangi og hafa menn frá báðum félögum verið boðaðir í yfirheyrslur.

Barton er sagður hafa kallað Stendel nasista eða þar eftir götunum og því er litið á árásina sem fordómafulla. Það eykur væntanlega refsingu Barton verði hann fundinn sekur.

Fleetwood er um miðja deild eftir jafnteflið, með 57 stig eftir 42 umferðir.

Sjá einnig:
Barton neitar sök 
T
witter samfélagið trúir ekki Barton 
F
ormleg kvörtun frá Barnsley 
Í
 lagi með Stendel eftir líkamsárás Barton 
Á
rás Joey Barton - Blóð flæddi úr andliti Stendel
L
ögregla kom í veg fyrir að Joey Barton færi heim 
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner