Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. apríl 2019 14:01
Arnar Helgi Magnússon
Championship: Sheffield upp í 2. sæti
Mark Duffy skoraði fyrir Sheffield
Mark Duffy skoraði fyrir Sheffield
Mynd: Getty Images
Yakou Meite
Yakou Meite
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er nú lokið í ensku Championship deildinni í dag. Níu leikir eru á dagskrá síðar í dag.

Bristol City og Reading mættust í fyrsta leik dagsins. Enginn Jón Daði Böðvarsson í leikmannahópi Reading. Yakou Meite kom Reading yfir snemma í síðari hálfleik áður en að Josh Brownhill jafnaði fyrir Bristol City.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og jafntelfi því niðurstaðan. Bristol City fer að öllum líkindum í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Reading er í neðri hluta töflunnar.

Sheffield United vann mikilvægan sigur á Nottingham Forest. Leiknum lauk með 2-0 sigri Sheffieldog komu bæði mörkin í síðari hálfleik eftir að Yohan Benalouane fékk að líta rautt spjald í liði Nottingham.

Sheffield situr nú í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Leeds sem á leik til góða.

Loks var það Millwall sem að fékk Brentford í heimsókn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og er Milwall í harðri fallbaráttu á meðan Brentford er í aðeins betri stöðu í fjórtánda sæti.

Bristol City 1 - 1 Reading
0-1 Yakou Meite ('48 )
1-1 Josh Brownhill ('72 )

Sheffield Utd 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Mark Duffy ('51 )
2-0 Enda Stevens ('85 )
Rautt spjald:Yohan Benalouane, Nott. Forest ('47)

Millwall 1 - 1 Brentford
1-0 Lee Gregory ('15 )
1-1 Joshua Da Silva ('20 )
Rautt spjald:Henrik Dalsgaard, Brentford ('35)
Athugasemdir
banner
banner
banner