Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. apríl 2019 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Toppliðið skoraði flautumark
Marco Stiepermann og Onel Hernandez fagna fyrsta marki leiksins.
Marco Stiepermann og Onel Hernandez fagna fyrsta marki leiksins.
Mynd: Getty Images
Norwich 2 - 2 Sheffield Wednesday
1-0 Marco Stiepermann ('19)
1-1 Fernando Forestieri ('33)
1-2 Steven Fletcher ('53)
2-2 Mario Vrancic ('98)

Norwich komst hjá því að tapa fyrir Sheffield Wednesday á heimavelli er liðin mættust í síðasta leik dagsins í Championship deildinni.

Marco Stiepermann kom Norwich yfir en Fernando Forestieri jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik.

Reynsluboltinn Steven Fletcher kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik og leiddu gestirnir frá Sheffield þar til varamaðurinn Mario Vrancic jafnaði á áttundu mínútu uppbótartímans. Norwich hefur verið duglegt við að skora í uppbótartíma á tímabilinu.

Leikurinn hélt áfram í nokkrar mínútur en sigurmarkið kom ekki. Norwich er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Sheffield er sjö stigum frá umspilssæti. Bæði lið eiga eftir að spila þrjá leiki á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner