Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. apríl 2019 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Costa byrjaður að æfa aftur - „Má fara ef hann vill"
Mynd: Getty Images
Diego Costa er byrjaður að æfa aftur með Atletico Madrid eftir ósætti við félagið. Sóknarmaðurinn var dæmdur í átta leikja bann fyrir að hrauna yfir móður dómarans í 2-0 tapi Atletico gegn Barcelona.

Costa neitaði sök og ákvað Atletico að rannsaka atvikið til að athuga hvort sóknarmaðurinn færi með rétt mál. Costa neitaði í kjölfarið að mæta á æfingar í mótmælaskyni en málið hefur verið leyst. Diego Simeone býst við að halda honum hjá félaginu í sumar.

„Við leystum vandamálið með Diego í gær. Hann æfði með hópnum í dag og við reiknum með að halda honum á næsta tímabili," sagði Simeone.

„Hann hefur ekki átt gott tímabil en við höfum trú á að það næsta verði betra. Meiðslavandræðin hafa ekki hjálpað. Við viljum að hann komist yfir þetta atvik og snúi aftur hungraðari en áður.

„Ég hef alltaf sagt að leikmenn sem vilja fara mega gera það. Ef hann vill fara þá gerir hann það."


Diego Costa er aðeins búinn að gera eitt mark í spænsku deildinni á tímabilinu og fjögur í heildina frá komu sinni í janúar í fyrra. Hann hefur þó verið duglegri að skora í bikarkeppnum og er með sjö mörk í þrettán leikjum þar.

Vonbrigðatímabili er að ljúka hjá Atletico sem er í öðru sæti spænsku deildarinnar, níu stigum eftir Barcelona þegar sex umferðir eru eftir. Liðið datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir þrennu frá Cristiano Ronaldo á Juventus Stadium og 16-liða úrslitum spænska bikarsins gegn Girona á útivallarmörkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner