Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. apríl 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Costa hættur að mæta á æfingar
Mynd: Getty Images
Diego Costa var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrri hálfleik viðureignar Atletico Madrid og Barcelona. Costa fékk bannið fyrir að segja ljóta hluti um móður dómarans en sóknarmaðurinn neitar því að hafa beint orðum sínum að dómaranum.

Costa var rekinn útaf í fyrri hálfleik og tapaði Atletico leiknum mikilvæga 2-0. Bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Atletico Madrid stóð með sínum manni til að byrja með og áfrýjaði dómnum. Aganefnd knattspyrnusambandsins hafnaði áfrýjuninni og segja spænskir fjölmiðlar að Atletico hafi síðan þá fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem virðist sanna sekt Costa.

Því er haldið fram að Atletico hafi ákveðið að sekta Costa fyrir athæfi sitt og sóknarmaðurinn hafi tekið því illa og hætt að mæta á æfingar.

Reuters staðfestir að Costa sé búinn að missa af síðustu æfingum liðsins af persónulegum ástæðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner