Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Tottenham getur eyðilagt tímabilið fyrir City
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er stútfull og æsispennandi helgi framundan í enska boltanum þar sem enn er hart barist um flest sæti deildarinnar. Lið eiga ýmist fjóra eða fimm leiki eftir á tímabilinu.

Englandsmeistarar Manchester City byrja helgina á risaslag gegn Tottenham. Mikið er undir og verða heimamenn í Manchester í hefndarhug eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni á heimavelli gegn Tottenham á miðvikudaginn.

Í þeim leik var mikil dramatík þar sem VAR myndbandstæknin kom að lokum í veg fyrir að City kæmist í undanúrslit. Sergio Agüero var þá rangstæður í þriðja marki Raheem Sterling, en 4-3 sigur nægði ekki fyrir heimamenn eftir 1-0 tap í fyrri leiknum.

Bæði lið þurfa sigur á morgun enda er City í titilbaráttu við Liverpool og Tottenham í fjögurra liða baráttu um Meistaradeildarsæti. Hafi gestirnir frá London betur hefur þeim mögulega tekist að eyðileggja tímabilið hjá Pep Guardiola og lærisveinum hans á nokkrum dögum.

West Ham tekur á móti Leicester á meðan Wolves fær Brighton í heimsókn. Newcastle og Southampton eigast svo við í síðasta leik laugardagsins.

Á sunnudaginn mætir Gylfi Þór Sigurðsson til leiks í erfiðum heimaleik gegn Manchester United. Everton er að berjast um sjöunda sætið en Rauðu djöflarnir eru í Meistaradeildarbaráttu.

Arsenal mætir svo Crystal Palace á sama tíma og fallbaráttulið Cardiff fær Liverpool í heimsókn. Bæði lið þurfa að sigra þennan leik en Cardiff er í fallsæti á meðan Liverpool trónir á toppi deildarinnar. Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega í liði Cardiff enda hefur landsliðsfyrirliðinn verið meðal bestu manna liðsins á tímabilinu.

Chelsea og Burnley eigast að lokum við á mánudagskvöldið. Jóhann Berg Guðmundsson hefur byrjað undanfarna leiki á bekknum en Burnley er svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni eftir gott gengi undanfarnar vikur. Talsvert meira er undir hjá Chelsea sem er í fimmta sæti.

Laugardagur:
11:30 Manchester City - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:00 Bournemouth - Fulham
14:00 Huddersfield - Watford
14:00 West Ham - Leicester
14:00 Wolves - Brighton
16:30 Newcastle - Southampton (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
12:30 Everton - Manchester United (Stöð 2 Sport)
15:00 Arsenal - Crystal Palace
15:00 Cardiff - Liverpool (Stöð 2 Sport)

Mánudagur:
19:00 Chelsea - Burnley (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner