Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. apríl 2019 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Mikilvægur sigur Dijon í fallbaráttunni
Rúnar Alex er búinn að spila 19 af 33 deildarleikjum Dijon á tímabilinu.
Rúnar Alex er búinn að spila 19 af 33 deildarleikjum Dijon á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Dijon 3 - 2 Rennes
1-0 Naif Aguerd ('20)
1-1 Adrien Hunou ('52)
2-1 Benjamin Jeannot ('55)
2-2 M'Baye Niang ('61)
3-2 Wesley Said ('83)

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon í mikilvægum sigri gegn Rennes. Stigin þrjú koma sér afar vel í fallbaráttunni, en Dijon er sem stendur í umspilssæti um að falla niður um deild. Fjögur stig eru í öruggt sæti.

Heimamenn í Dijon voru betri í leiknum og verðskulduðu sigurinn. Þeir leiddu 1-0 í hálfleik en Adrien Hunou jafnaði fyrir Rennes í upphafi síðari hálfleiks með góðu skoti sem fór í stöngina og inn, óverjandi fyrir Rúnar.

Benjamin Jeannot kom heimamönnum aftur yfir skömmu síðar en M'Baye Niang jafnaði á nýjan leik með stórglæsilegu marki. Niang fékk háa sendingu í teignum, tók við boltanum með bringunni og skoraði með góðri bakfallsspyrnu. Rúnar stóð sem stytta, hann gat lítið gert til að koma í veg fyrir markið.

Wesley Said gerði sigurmark Dijon á 83. mínútu og meira var ekki skorað. Rennes siglir lygnan sjó um miðja deild eftir tapið þrátt fyrir að hafa verið í Evrópubaráttu á tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið í deildinni síðan 10. mars.




Athugasemdir
banner