Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. apríl 2019 18:00
Arnar Helgi Magnússon
Giroud fer ekki fet í sumar
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud mun ekki yfirgefa Chelsea í sumar ef marka má orð Maurizio Sarri eftir leikinn gegn Slavia Prag í Evrópudeildinni í gær.

Giroud hefur farið á kostum í Evrópudeildinni í vetur, skorað tíu mörk í ellefu leikjum. Hann hefur hinsvegar þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu í ensku úrvalsdeildinni.

Samningur leikmannsins rennur út núna eftir tímabilið en Chelsea getur virkjað klásúlu í samningnum og framlengt um eitt ár við Giroud.

„Ég er búinn að ræða við félagið og við ákváðum að nýta okkur þessa klásúlu svo að hann verður að minnsta kosti í eitt ár í viðbót hér," segir Sarri.

Giroud gaf það út í janúar að hann væri ekki sáttur við það að vera framherji númer tvö, á eftir Gonzalo Higuain.
Athugasemdir
banner
banner