Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. apríl 2019 14:30
Arnar Helgi Magnússon
Hannes: Sigurinn gegn Englandi ekki hápunkturinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir Vals á dögunum frá Qarabağ. Hann lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Val í gær en fékk að líta rautt spjald í fyrri hálfleik.

Hann byrjar því Pepsi Max-deildina í banni.

Hann var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 um síðustu helgi þar sem að hann ræddi við þá Elvar Geir og Tómas Þór. Umtöluð skipti hans í Val, staða landsliðsins og margt fleira var til umræðu í skemmtilegu spjalli.

Spjallið við Hannes má hlusta á með því að smella hér.

Hannes sagði í viðtalinu að leikurinn gegn Austurríki á EM árið 2016 sé hápunktur knattspyrnuferils síns.

„Hjá mér er það alltaf leikurinn gegn Austurríki sem að er hápunkturinn. Sá leikur var svo mikil sturlun," sagði Hannes.

„Það er svolítið erfitt að lýsa þessum leik gegn Englendingum. Það var einhvernveginn ekki allt undir, meira svona bónus leikur og við ætluðum bara að njóta þess að spila. Svo bara allt í einu gerðist það að við unnum."

„Leikurinn gegn Austurríki skar úr um það hvort við myndum komast upp úr riðlinum og það var markmiðið. Að skora sigurmarkið með síðustu spyrnunni fyrir framan tíu þúsund Íslendinga, á Stade de France og mæta Englendingum, það er engin leið að lýsa þessu."

Ísland sló Englendinga síðan út í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri í París.

„Upplifunin og geðshræringin var miklu meiri í leiknum gegn Austurríki fannst mér. Ég fæ bara gæsahúð að tala um þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner