Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 19. apríl 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Man City borga fyrir 26 stuðningsmannarútur
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester City munu borga fyrir eina stuðningsmannarútu á mann fyrir úrslitaleik liðsins gegn Watford í enska bikarnum.

Búið er að staðfesta 26 rútur sem munu ferja stuðningsmenn en það gætu fleiri bæst við eftir eftirspurn. Leikurinn fer fram 18. maí á Wembley, sem er 325 kílómetrum frá heimavelli Man City.

„Stuðningsmenn hafa verið stórkostlegir á tímabilinu og þetta er okkar leið til að þakka fyrir okkur. Við erum enn að berjast um tvo mikilvæga titla og þurfum allan þann stuðning sem býðst," sagði Vincent Kompany, fyrirliði Man City.

„Það er ekki auðvelt að fylgja liðinu eftir bæði á heima- og útivelli. Leikmenn liðsins kunna að meta það og vilja gefa eitthvað til baka."

Man City mætir Tottenham um helgina og þarf sigur í titilbaráttunni. Liðin mættust á þriðjudaginn og komst Tottenham áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-3 sigur City.
Athugasemdir
banner