Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. apríl 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino enn með efasemdir um VAR
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var himinlifandi eftir að Tottenham komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir svakalegar rimmur við Englandsmeistara Manchester City.

Myndbandstæknin, VAR, er notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og lék hún aðalhlutverk í báðum leikjum liðanna, þó sérstaklega seinni viðureigninni á Etihad sem endaði 4-3.

Liðin skoruðu fimm mörk í byrjun leiks og var staðan 3-2 á 21. mínútu. Heimamenn komust í 4-2, sem hefði nægt til að fleyta þeim áfram, en Fernando Llorente jafnaði þegar hann fékk boltann í sig eftir hornspyrnu. Boltinn kom við höndina á honum en eftir langa myndbandspásu fékk markið að standa.

Myndbandsdramatíkin náði þó ekki hámarki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar Raheem Sterling virtist vera búinn að fullkomna þrennuna sína og koma Man City í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Sterling og liðsfélagar hans ærðust af gleði sem og Guardiola en það leið ekki á löngu þar til dómarinn stöðvaði fögnuðinn til að flauta rangstöðu á Sergio Agüero, sem haðfi lagt markið upp fyrir Sterling.

„VAR mun breyta leiknum svolítið. Ég er sammála því að það verður að hjálpa dómurunum við sitt starf en ég hef ennþá sömu áhyggjur og í fyrra," sagði Pochettino eftir að VAR kom í veg fyrir tveggja marka sigur Man City.

„VAR er eitthvað sem maður verður að samþykkja hvort sem hersluatriðin falla með manni eða gegn manni. Það getur oft verið erfitt að samþykkja dóma sem eru á línunni og þeir koma fyrir reglulega. Til dæmis í leik Barcelona gegn Manchester United. Var þetta víti eða ekki?"
Athugasemdir
banner
banner