Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. apríl 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG býður slökkviliðsmönnum á næsta leik
Mynd: Getty Images
Frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain standa í ströngu við að bæta ímynd sína þessa dagana og er félagið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa eftir brunann í Notre-Dame de Paris fyrr í vikunni.

Félagið hafði þegar heitið að veita fjárhagsaðstoð við endurbyggingu dómkirkjunnar auk aðstoðar við víðtæka fjáröflun og hefur nú einnig gefið slökkviliðinu í París 500 miða á næsta heimaleik.

Slökkviliðið í París vann þrekvirki við að halda eldinum í skefjum og slökkva áður en verr fór. Nokkrir slökkviliðsmenn enduðu á spítala eftir baráttuna við eldinn, einn afar illa haldinn.

Sá leikur er ekki af verri gerðinni, hann er gegn Mónakó sem getur svo gott sem bjargað sér frá falli með sigri. PSG er búið að tapa tveimur í röð en getur tryggt sér franska deildartitilinn með sigri.


Athugasemdir
banner
banner
banner