Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. apríl 2019 09:34
Arnar Helgi Magnússon
Real er að landa Hazard
Powerade
Til Real
Til Real
Mynd: Getty Images
Rose verður seldur í sumar.
Rose verður seldur í sumar.
Mynd: Getty Images
Páskaslúðrið er dottið hús þennan langa föstudag! Það er af nægu að taka. BBC setti slúðurpakkann saman.


Real Madrid er nálægt því að landa Eden Hazard frá Chelsea en kaupverðið er talið vera um 100 milljónir evra. (Marca)

Chelsea virðist ætla að sætta sig við þetta verð en fyrir stuttu síðan vildu þeir miklu meiri pening fyrir leikmanninn. Þeir horfa til Nicolas Pepe sem næsta arftaka Belgans. (AS)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, mun fá 50 miljónir punda í það að versla leikmenn í sumar með því skilyrði að hann haldi áfram hjá félaginu. (Mail)

Arsenal er áhugsamt um þýska miðjumanninn Kerem Demirbay sem að spilar hjá Hoffenheim. Hann er sagður geta fyllt í skarð Aaron Ramsey (Metro)

Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli, hefur tekið fyrir það að hann ætli að fara frá Ítalíu og ganga í raðir Manchester United. (Express)

Mauricio Pochettino mun eyða 150 milljónir í leikmenn í sumar. Hann ætlar að selja Englendingana Danny Rose og Kieran Trippier. (Mail)

Southampton ætlar að bjóða í Scott Arfield, leikmann Rangers, í sumar. (Mirror)

Mike Phelan, aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær, hefur gefið Norðmanninum ráð varðandi leikmannakaup í sumar og komið með nöfn sem að honum lýst vel á (Manchester Evening News)

Edin Dzeko, framherji Roma, er tilbúinn í það að ganga í raðir Inter Milan en hann hefur engann áhuga á því að spila á Englandi aftur. (Calciomercato)

Diego Costa, framherji Atletico Madrid, neitar að æfa með liðinu eftir að hann fékk átta leikja bann í spænsku úrvalsdeildinni (AS)

Liverpool gæti leikið æfingaleik á nýja heimavelli Tottenham á undirbúningstímabilinu í sumar. (Liverpool Echo)

Þrátt fyrir að Newcatle hafi hagnast um 18.6 milljónir punda á síðasta ári ætlar Lee Charnley, framkvæmdarstjóri félagsins, að halda fast í budduna. (Sky Sports)

Athugasemdir
banner
banner
banner