Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. apríl 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Hef unnið 18 af 22 leikjum í Evrópudeildinni
Mynd: Getty Images
Chelsea komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í gær eftir 4-3 sigur gegn Slavia Prag á Stamford Bridge.

Lærisveinar Maurizio Sarri höfðu unnið fyrri viðureignina 0-1 í Tékklandi og var staðan 4-1 í hálfleik á Brúnni. Gestirnir tóku þó við sér í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk. Þeir falla úr leik en geta borið höfuðið hátt. Að leikslokum spurði ítalskur fréttamaður Sarri út í vandræði sín í Evrópukeppnum og hvort það gæti verið hindrun fyrir háleit markmið Chelsea.

„Þetta var 22. leikur minn í Evrópudeildinni og ég hef unnið 18 þeirra. Þrátt fyrir það er ég ekki talinn þjálfari sem hentar fyrir Evrópukeppnir," sagði Sarri við Sky Sport Italia. Hann á þó enn eftir að sanna sig í Meistaradeildinni.

Fyrrum lærisveinar Sarri í Napoli duttu út í gærkvöldi eftir 0-2 tap gegn Arsenal á San Paolo leikvanginum.

„Mér þykir leitt að Napoli sé úr leik, ég veit að þetta var erfið viðureign því Arsenal er mjög erfitt lið. Ég hefði viljað sleppa því að mæta Napoli á San Paolo en það hefði verið gaman að mæta þeim í úrslitaleiknum, á hlutlausum leikvangi," hélt Sarri áfram og ýjaði þar að ósættinu sem ríkir milli hans, Napoli og hluta stuðningsmanna. Ekki ósvipað núverandi ástandi hjá Chelsea þó ástæðurnar séu aðrar.

Chelsea er einnig í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni. Heimaleikur gegn Burnley er á dagskrá á mánudaginn og svo er útileikur gegn Manchester United sunnudaginn þar á eftir. Honum fylgir undanúrslitaleikur gegn Eintracht Frankfurt fimmtudaginn 2. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner