Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. apríl 2019 10:30
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær: Engin töfralausn á þessum tímapunkti
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag og sat Ole Gunnar Solskjær því fyrir svörum blaðamanna í morgun.

Liðið var slegið út úr Meistaradeildinni í vikunni, nokkuð sannfærandi af Barcelona. Manchester United hefur nú tapað fimm leikjum af síðustu sjö.

„Við þurfum að vera raunsæ. Við vitum það manna best að það býður okkar stórt og mikið verkefni," sagði Solskjær.

„Það er engin töfralausn á þessum tímapunkti. Við erum ekki að fara að kaupa einhverja leikmenn núna sem eiga að laga öll okkar vandamál. Við erum þar sem við erum. Við tökum lítil skref núna en stærri í sumar þegar við verslum inn leikmenn."

Solskjær er ánægður með flesta leikmenn sína.

„Flestir leikmennirnir hafa heillað mig, bæði sem manneskjur og á vellinum. Það er alltaf svigrúm til þess að bæta sig og þeir munu gera það með þessu áframhaldi," sagði Ole að lokum.
Athugasemdir
banner
banner