fös 19. apríl 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sonur Jussi Jaaskelainen hélt hreinu í fyrsta leik
Will í leik með unglingaliði Bolton fyrir þremur árum.
Will í leik með unglingaliði Bolton fyrir þremur árum.
Mynd: Getty Images
Will Jääskeläinen, tvítugur sonur finnsku úrvalsdeildargoðsagnarinnar Jussi Jääskeläinen, hélt hreinu í sínum fyrsta keppnisleik með meistaraflokki Crewe Alexandra í ensku C-deildinni.

Crewe lagði Yeovil Town að velli með tveimur mörkum gegn engu. Liðið siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar, sex stigum frá umspilssæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Jussi á afmæli í dag og hefur eflaust átt skrýtinn dag. Bolton féll úr Championship deildinni, en Jussi er goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað þar í 15 ár. Á sama tíma spilaði sonur hans sinn fyrsta keppnisleik fyrir Crewe.

Jussi er 44 ára í dag og lék fyrir West Ham og Wigan í enska boltanum auk Bolton. Hann lék hátt upp í 600 leiki á tíma sínum hjá Bolton.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner