Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. apríl 2019 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Warnock: Stig gegn Liverpool yrði bónus
Mynd: Getty Images
Neil Warnock og hans menn í Cardiff taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Cardiff berst fyrir lífi sínu í deildinni en liðið vann góðan sigur á Brighton í síðustu umferð deildarinnar.

„Við höfum ekki verið nálægt því að fá eitthvað út úr leikjunum gegn efstu sex liðum deildarinnar. Ég held að við höfum fengið fimm mörk á okkur á heimavelli gegn United, Tottenham og City," segir Warnock.

„Stig gegn Liverpool væri algjör bónus fyrir okkur. Við þurfum að stoppa þetta hræðilega gengi gegn efstu liðunum."

Warnock segir að sínir menn trúi því að þeir geti haldið liðinu uppi.

„Trúin er alltaf til staðar, sama hvað. Þó svo að á móti blási hafa strákarnir alltaf skilað sínu allra besta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner