Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. apríl 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
50 til 60 manns í sóttkví ef leikmaður er smitaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og öryggisfulltrúi KSÍ, sat fyrir svörum ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Talið barst að íþróttum og var Víðir spurður út í hættuna sem gæti stafað af því að opna fyrir keppni í efstu deildum hinna ýmsu íþrótta.

„Það er alveg ljóst að ef að fram fer leikur þar sem að eru 11 leikmenn inn á í hvoru liði, 6-7 varamenn, starfsmenn liðanna og starfsmenn við framkvæmd leiksins… það eru mikil návígi, þegar það er búið að leyfa keppni, svo að eitt smit í svona hópi setur 50-60 manns í sóttkví í tvær vikur. Það er augljóst," svaraði Víðir.

Fyrstu skref við afléttingu samkomubanns verða tekin 4. maí og þá gætu knattspyrnufélög byrjað að æfa með miklum takmörkunum. Ef allt gengur að óskum verða næstu skref svo tekin um mánaðarmótin og þá gætu lið byrjað að æfa með hefðbundnu sniði og byrjað að keppa.
Athugasemdir
banner
banner
banner