Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. apríl 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arthur: Tími minn hjá Barcelona er ekki búinn
Arthur í leik með Barcelona.
Arthur í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Arthur er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Barcelona í náinni framtíð.

Arthur kom til Barcelona frá Gremio í heimalandinu árið 2018. Sögusagnir hafa verið um að Barcelona muni mögulega nota hann í skiptum fyrir Lautaro Martinez, sóknarmann Inter.

Hann segir í samtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu að mikill heiður sé að vera orðaður við Inter, en hann ætli sér ekki að fara þangað ef hann fær einhverju ráðið um það.

„Það er heiður að Inter hafi áhuga, en tími minn hjá Barcelona er ekki búinn."

„Hausinn minn er hjá Barcelona. Ég er mjög ánægður hjá félaginu og í þessari borg. Ég sé fyrir mér að vera hérna í mörg ár."
Athugasemdir
banner
banner