Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gundogan væri til í að fá Jimenez til Man City
Jimenez er 28 ára gamall og er samningsbundinn Úlfunum næstu þrjú ár.
Jimenez er 28 ára gamall og er samningsbundinn Úlfunum næstu þrjú ár.
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan hugsar að mexíkóski framherjinn Raul Jimenez gæti gert góða hluti hjá Manchester City.

Gündogan hefur miklar mætur á Jimenez sem var keyptur fyrir 30 milljónir punda og hefur skorað 39 mörk í 88 leikjum fyrir Wolves.

Á þessari leiktíð er Jimenez kominn með 22 mörk og 10 stoðsendingar í 44 leikjum.

„Hann hefur allt sem sóknarmaður í heimsklassa þarf. Hann er mjög hreyfanlegur en um leið gríðarlega sterkur og hæfileikarikur á boltanum. Ég gæti séð hann fyrir mér hjá Manchester City," sagði Gündogan við ESPN.

„Hann er kannski ekki alveg kominn á það stig en hann minnir mig svolítið á Robert Lewandowski, sem ég hef spilað með. Það er erfitt að spá fyrir um svona hluti en ég held að Jimenez hafi hæfileikana til að gera góða hluti hjá stórliði."
Athugasemdir
banner
banner