Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. apríl 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjólhestaspyrnan gegn Man City ekki uppáhaldsmark Rooney
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins, skoraði mörg falleg mörk. Hann hefur greint frá því hvaða mark sé það fallegasta að hans mati, en það er ekki hjólhestaspyrnan gegn Manchester City árið 2010.

Hinn 34 ára gamli Rooney sem spilar í dag með Derby County segir að sitt uppáhalds mark hafi komið gegn Wigan.

„Þegar ég er spurður um mitt uppáhalds mark þá segi ég nú yfirleitt markið gegn City, en mark snýst um að vinna sem lið, hreyfingu, stjórn og tímasetningu. Mark sem líklega fáir muna eftir er mark gegn Wigan. Það stendur upp úr hjá mér," skrifaði Rooney í pistli sínum hjá The Times.

„Rafael átti fyrirgjöf frá hægri og tímasetningin hjá mér var fullkomin: ég komst fram fyrir miðvörðinn og náði snertingu. Markvörðurinn átti engan möguleika."

Hérna má lesa um leikinn sem Rooney skoraði markið í. Það var 5-0 sigur.

Hægara sagt en gert er að finna myndband af markinu gegn Wigan, en hér að neðan má sjá myndband af marki Rooney gegn City.

Sjá einnig:
Rooney: Hef aldrei verið náttúrulegur markaskorari


Athugasemdir
banner
banner