Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 19. apríl 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn og þjálfarar Roma þiggja ekki laun í fjóra mánuði
Edin Dzeko er fyrirliði Roma.
Edin Dzeko er fyrirliði Roma.
Mynd: Getty Images
Leikmenn og þjálfarar hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Roma hafa ákveðið að þiggja ekki laun næstu fjóru mánuðina til að hjálpa félaginu í gegnum kórónuveirufaraldurinn.

Ekkert hefur verið spilað í ítölsku úrvalsdeildinni frá 9. mars og ekki er vitað hvenær eða hvort deildin muni byrja að rúlla aftur á þessari leiktíð. Leikmenn og þjálfarar Roma munu ekki þiggja laun fyrir mars til júní.

Leikmenn Roma munu einnig hjálpa til við að borga öðrum starfsmönnum félagsins.

Guido Fienga, framkvæmdastjóri Roma, sagði: „Við tölum alltaf um samheldni hjá Roma og með þessu hafa leikmenn, þjálfarinn og hans teymi, sýnt að við erum í þessu saman."

Leikmenn hjá Juventus, Parma og Cagliari, öðrum félögum á Ítalíu, hafa samþykkt launalækkanir á þessum erfiðu tímum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner