Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Figo: Real Madrid átti að kaupa Haaland
Mynd: Getty Images
Portúgalska goðsögnin Luis Figo, sem var partur af goðsagnakenndu 'Galacticos' liði Real Madrid, segir að sitt fyrrum félag hafi gert mistök með að kaupa ekki Erling Braut Haaland þegar færi gafst.

Haaland, sem er aðeins 19 ára, var gríðarlega eftirsóttur þar til Borussia Dortmund festi kaup á honum í janúar með því að borga upp söluákvæði sem hljóðaði upp á 20 milljónir evra.

Önnur félög vildu fá Haaland til sín en hann valdi Dortmund þar sem hann er umkringdur efnilegum leikmönnum og var lofað byrjunarliðssæti. Nýtt söluákvæði Haaland hljóðar upp á 75 milljónir evra en tekur ekki gildi fyrr en sumarið 2021.

„Nú er hann orðinn dýr leikmaður. Hann er búinn að skora mikið af mörkum og stefnir hátt. Real Madrid átti að kaupa hann áður en hann fór til Dortmund. Til þess eru njósnarar!" sagði Figo, sem virðist hafa misst af því þegar allur heimurinn frétti af hæfileikum Haaland áður en hann skipti til Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner