Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. apríl 2020 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd leitar að yfirmanni samfélagsmiðla - Átján milljónir á ári
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Manchester United eru að leita að einstaklingi, sem styður félagið, til að taka við starfi innan félagsins sem felur það í sér að vera yfir samfélagsmiðlum Manchester United.

Félagið auglýsti starfið, en sá einstaklingur sem fær það mun leiða félagið á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Instagram.

Sá sem fær starfið mun einnig aðstoða leikmenn og umboðsmenn leikmanna við stefnu og efni á samfélagsmiðlum. Jesse Lingard birti síðasta sumar óviðeigandi myndband á samfélagsmiðlum síaðsta sumar og það þarf að passa upp á að hann og aðrir leikmenn geri ekki slíkt.

Í auglýsingunni segir jafnframt að umsækjendur þurfi að vera leiðandi í sínu starfi og þurfi að vera skapandi og skipulagðir.

Að sögn Mirror þá eru launin 100 þúsund pund á ári, eða það sem jafngildir 18 milljónum íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner