Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. apríl 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Massimo Cellino kominn með veiruna: Fáránlegt að halda áfram
Mynd: Getty Images
Massimo Cellino, eigandi Brescia, er kominn með kórónuveiruna og kallar eftir því að ítalska deildartímabilinu verði slúttað. Cellino er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir að hafa skipt 36 sinnum um þjálfara á 22 árum í forsetastól Cagliari.

Hjá Brescia hefur Cellino haldið uppteknum hætti. Hann er búinn að skipta níu sinnum um þjálfara frá því að hann réði Roberto Boscaglia formlega til starfa 1. júlí 2017. Cellino var eigandi Leeds United frá 2014 til 2017.

Cellino, sem er 63 ára gamall, hefur áður kallað eftir því að ítalska deildartímabilið verði stöðvað vegna veirunnar. Brescia situr í botnsæti ítölsku deildarinnar og segist Cellino ekki vera á móti þeirri hugmynd að láta tímabilið gilda þó félagið myndi falla niður um deild.

Cellino vill ekki klára tímabilið af virðingu fyrir íbúum Brescia sem hafa misst fjölskyldumeðlimi og ástvini vegna veirunnar.

„Ég er búinn að vera í Cagliari í nokkra daga eftir þriggja vikna einangrun í Brescia. Ég fór á spítalann til að gangast undir próf og fjölmiðlar komust á snoðir um að dóttir mín væri sýkt, þó sonur minn væri það ekki. Nú er það ég sem er sýktur," sagði Cellino við La Repubblica.

„Einkennin sem ég finn fyrir eru ótrúlega mikil þreyta og miklir beinverkir. Það er fáránlegt að það sé enn verið að ræða hvenær tímabilið geti farið aftur af stað. Við í knattspyrnuheiminum erum heppnir menn, ég á villu í Cagliari og Miami, en í raunverulega heiminum eru níu milljónir Ítala sem búa undir fátæktarmörkum.

„Fótbolti ætti ekki að vera í fyrirrúmi núna. Ég fylgist með hvernig þetta land fer með þegna sína og fyllist hryllingi í garð ríkisstjórnarinnar. Ég er alvarlega að íhuga að sækja um breskt vegabréf."


Birkir Bjarnason er á mála hjá Brescia.
Athugasemdir
banner
banner
banner