Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. apríl 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney: Hef aldrei verið náttúrulegur markaskorari
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins en segist þó aldrei hafa verið náttúrulegur markaskorari.

Hann skoraði 253 mörk fyrir Man Utd og 53 með enska landsliðinu, auk þess að hafa skorað 28 mörk fyrir Everton, 25 fyrir DC United og 4 fyrir Derby County.

„Þetta gæti komið ykkur á óvart, en ég er ekki náttúrulegur markaskorari. Ég hef aldrei verið eins og Gary Lineker eða Ruud van Nistelrooy," skrifaði Rooney í pistli sínum í sunnudagsútgáfu Times.

„Ég er mjög stoltur að vera markahæsti leikmaður í sögu Man Utd og Englands en það hafa verið margar betri níur heldur en ég. Hvernig get ég verið markahæstur ef ég er ekki náttúrulegur markaskorari? Tími. Ég var hjá United í 13 ár og spilaði fyrir England í 15 ár. Þegar ég lít til baka þá hefði ég átt að skora meira.

„Ég held það líði ekki langur tími þar til Harry Kane tekur framúr mér í markaskorun fyrir England. Það myndi gera mig mjög stoltan. Ef ég væri að byggja nýtt lið þá myndi ég byrja á að velja Kane.

„Ég hef aldrei verið eigingjarn leikmaður og það væri frábært fyrir England ef Harry myndi bæta metið. Bobby Charlton þurfti að bíða í 50 ár, ég vona að biðin verði ekki jafn löng fyrir mig.

„Ég býst við að United metið muni haldast lengur einfaldlega útaf því að leikmenn eru mikið að skipta um félög í nútíma knattspyrnuheiminum. Ef leikmaður á borð Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo kemur til félagsins gæti hann reyndar bætt metið á þremur eða fjórum árum."


Þess má geta að hinn 22 ára gamli Marcus Rashford er kominn með 64 mörk fyrir Rauðu djöflana.
Athugasemdir
banner
banner