Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. apríl 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney vill að MLS endurskoði leikmannamarkaðinn
Rooney gerði góða hluti hjá DC United. Hann er núna leikmaður og partur af þjálfarateyminu hjá Derby.
Rooney gerði góða hluti hjá DC United. Hann er núna leikmaður og partur af þjálfarateyminu hjá Derby.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney var fenginn til DC United í bandarísku MLS deildinni og dvaldi þar í eitt og hálft ár. Hann tók eftir miklum mun á fótboltaheiminum þar og því sem hann var vanur á Englandi.

Það fór fyrir brjóstið á Rooney hversu lítið vald leikmenn hafa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt það er fyrir eigendur knattspyrnufélaga að nota leikmenn eins og þeim sýnist.

„Ég áttaði mig ekki á þessu áður en ég skipti yfir en ég tók eftir muninum strax á fyrstu vikunni. Eftir æfingu var sagt við samherja minn að hann yrði færður í annað lið og það var ekkert sem hann gat gert í því. Ég skildi ekkert í þessu. Í ljós kom að eigendur geta gert það sem þeir vilja með leikmenn án þess að þeir geti sagt neitt. Það skiptir ekki máli ef þeir eiga fjölskyldu eða líf á þessum stað," sagði Rooney.

„Ég veit að þetta virkar svona í NBA og NFL deildunum en þar eru leikmenn á miklu hærri launum og geta leyft sér að færa fjölskylduna upp með rótum. Það er eitthvað sem margir leikmenn í MLS geta ekki leyft sér. Þeir fá aðeins smáa upphæð fyrir félagaskiptin sem nægir ekki einu sinni til að borga reikninga. Mér finnst það rangt.

„MLS deildin verður að skoða þetta mál því eins og ég sé þetta þá eru eigendur að nota leikmenn eins og þeim sýnist. Kerfið er byggt þannig og þetta kemur niður á heimamönnum sem eru ekki á jafn háum launum og leikmenn sem koma erlendis frá."


Rooney, sem leikur fyrir Derby County í Championship deildinni, skoraði 25 mörk í 52 leikjum hjá DC. Hann skipti yfir til Derby í janúar.

„Kerfið kemur sér vel fyrir leikmenn eins og mig og Zlatan sem stoppum stutt. Við komum inn í deildina, skorum nokkur mörk og njótum góðs orðspors. Það eru hinir leikmennirnir sem eiga til að gleymast, í þessu tilfelli eru það heimamenn sem hafa fest rætur og myndað langvarandi sambönd."
Athugasemdir
banner
banner