sun 19. apríl 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Scholes: Nistelrooy besti markaskorarinn
Mynd: Getty Images
Paul Scholes og Marcus Rashford voru saman í spjallvarpsþætti Manchester United og rifjaði miðjumaðurinn fyrrverandi upp sóknarmennina sem hann spilaði með á tíma sínum hjá félaginu.

Scholes talaði þar um Ruud van Nistelrooy sem besta markaskorara sem hann hefur séð og ráðlagði Rashford að skoða myndbönd af honum til að bæta leik sinn.

„Ég spilaði sem tía fyrir aftan Ruud van Nistelrooy og það var frábært. Hann sýndi engan miskunn fyrir framan markið, hann lifði fyrir að skora mörk. Ef hann skoraði ekki í leik þá var það fyrsta sem hann gerði í rútunni að athuga hvort Thierry Henry hefði skorað fyrir Arsenal," sagði Scholes.

„Ef Henry hafði skorað þá talaði Ruud ekki við neinn alla ferðina heim. Hann varð að vera markahæstur og ekki bara í enska boltanum, heldur í öllum deildum í heimi! Cole, Yorke, Sheringham, Solskjær og Van Persie voru allir frábærir markaskorarar, en Ruud var sá besti."

Hinn 22 ára gamli Rashford er búinn að skora 19 mörk í 31 leik á tímabilinu. Þessi tölfræði gæti orðið enn betri á næstu árum, þar sem Rashford mun þroskast og gæti spilað með Paul Pogba og Bruno Fernandes fyrir aftan sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner