sun 19. maí 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vefsíða ÍA 
Hákon Arnar var á reynslu hjá Kaupmannahöfn
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson hélt til Kaupmannahafnar í síðustu viku og var þar á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn.

Hákon Arnar er fæddur 2003 og uppalinn á Akranesi. Hann er yngri bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar sem er að gera frábæra hluti með ÍA í Pepsi Max-deildinni, að láni frá Halmstad.

Hann var í leikmannahópinum sem komst á lokakeppni EM U17. Strákunum mistókst með naumindum að komast upp úr riðlakeppninni þrátt fyrir góðan 3-2 sigur á Rússum í fyrstu umferð.

Þetta er í þriðja sinn sem Hákon Arnar fer út á reynslu á árinu, hann hefur tvisvar sinnum farið til Bröndby og hafa frammistöður hans vakið athygli margra liða erlendis.

„Hann var til skoðunar hjá þeim í nokkra daga og stóð sig með prýði," segir á vefsíðu ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner