Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. maí 2019 11:14
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane veit ekki hvort þetta verði síðasti leikur Bale
Mynd: Getty Images
Framtíð Gareth Bale er í óvissu og þykir ljóst að hann er ekki í framtíðaráformum Zinedine Zidane hjá Real Madrid.

Þessa stundina er liðið að spila við Real Betis og er Bale á bekknum. Zidane var spurður út í framtíð hans á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Hann er í leikmannahópnum, ég má ekki segja ykkur meira um það. Þið munuð sjá hvernig liðið verður þegar við tilkynnum það fyrir leik," sagði Zidane í gær.

„Ég veit ekki hvort þetta verði hans síðasti leikur. Þessu tímabili er að ljúka og það verða miklar breytingar fyrir næsta tímabil, en ég veit ekki hvort þetta verði hans síðasti leikur eða ekki."

Bale hefur búið í Madríd í sex ár en hefur aldrei verið í uppáhaldi stuðningsmanna. Hann kann ekki spænsku og telja margir stuðningsmenn hann vera að spila undir getu.

Það gæti reynst ansi erfitt að losna við hann vegna hás kaupverðs og himinhárra launakrafna. Bale segist vera ánægður með lífið í Madríd og ætlar ekki að flýta sér að skipta um félag, en samningur hans við félagið rennur út 2022.

Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Bale.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner