Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. maí 2020 09:02
Magnús Már Einarsson
Deeney ætlar ekki að mæta til æfinga
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni hefja æfingar á nýjan leik í dag eftir langt hlé vegna kórónaveirunnar.

Æft verður í litlum hópum en stefnt er á að hefja leik aftur í deildinni eftir mánuð.

Troy Deeney, fyrirliði Watford, hefur neitað að mæta til æfingar í vikunni af ótta við kórónaveiruna.

„Sonur minn er fimm mánaða og hann á við öndunarvandamál að stríða. Ég vil ekki koma heim og setja hann í hættu," sagði Deeney.

„Þú átt að koma keyrandi í þínum fötum, þú mátt ekki fara í sturtu og svo áttu að keyra heim í skítugum fötum. Ef ég myndi setja fötin mín með fötunum hjá syni mínum eða eiginkonunni þá er líklegra að veiran kæmi í húsið."
Athugasemdir
banner
banner
banner